Latest stories

  • Everton 2-0 Liverpool

    Jæja, nú þarf maður að reyna að koma einhverjum orðum yfir þennan gífurlega vonbrigða leik hjá Liverpool sem tapaði – nei, skíttapaði – fyrir Everton með tveimur mörkum gegn engu og hreinlega bara áttu varla breik í eina einustu baráttu í þessum leik.

    Allt frá því að leikurinn var flautaður á þá varð Liveprool undir í öllum baráttum og þær sem þeir náðu að vinna fengu Everton alltaf aukaspyrnur svo fljótt sá maður að hausinn á Liverpool liðinu fór að síga neðar og neðar. Dómarinn dæmdi víti snemma en tveir sóknarmenn Everton voru rangstæðir svo það var réttilega dæmt af en hefði átt að vera víti til varnaðar – en nei, áfram hélt Everton að spila sig yfir og í gegnum varnarlínu Liverpool.

    Þeir skoruðu svo líklega ljótasta mark sem ég hef séð Liverpool fá á sig síðan Sudnerland skoraði sundboltamarkið fyrir einhverjum fimmtán árum síðan eða eitthvað þar um bil held ég. Everton réttilega komið yfir en svaraði Liverpool fyrir sig á réttan hátt? Nei.

    Áfram hélt framlínan að klúðra færum og svo þegar Everton komust í 2-0 þá gerði Klopp einhverja voða skrítna varnarsinnaða skiptingu þegar Elliott kom inn ásamt Quansah og Endo. Ekki breyttist neitt við það og varð bara bitlausara og þegar tíu mínútur voru eftir og Liverpool enn tveimur mörkum undir og ekkert að frétta þá komu þeir Tsimikas og Gomez inn – sem gerði allt bara enn bitlausara.

    Þetta var svo þrotlaust, hugmyndansautt og lélegt. Allar 90 mínúturnar og fyrir utan Fulham leikinn sem var nokkuð góður þá hefur þetta verið trendið undanfarið og kostað þetta góða lið alltof mikið og því miður er maður líklega bara búinn að átta sig á því núna að þessi tvö óþarfa töp gegn Everton og Crystal Palace á skömmum tíma hafi endanlega gert út um vonir manns um ævintýralegan endi á tíma Klopp hjá Liverpool.

    Ég get alveg lifað með og dílað við tapleiki en þeir mega ekki vera svona. Tap þar sem liðið virkar loftlaust, lint og hugmyndasnautt er bara ekki boðlegt, það á ekki að sjást hjá svona reyndu og góðu liði og því miður er það orðið leiðinlega mikill vani hjá þeim upp á síðkastið. Þetta þarf að laga – það er því miður líklega of seint núna en það er þó enn mikkilvægt að enda deildina á fínu róli og þarf þetta að lagast strax í hádeginu á laugardaginn þegar Liverpool heimsækir West Ham.

    [...]
  • Síðasti Merseyside derby Klopp: liðið klárt

    Svona stillir Klopp upp í sínum síðasta leik gegn Everton:

    Bekkur: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Quansah, Endo, Elliott, Clark, Gravenberch, Danns

    Cody Gakpo er frá þar sem konan hans er komin á steypirinn ef hún er ekki bara búin að eiga. Diogo Jota meiddur eins og Klopp talaði upp á síðasta blaðamannafundi, svo þá er Jayden Danns næsti sóknarmaður inn af bekknum – ekki nema við teljum Elliott sem sóknarmann, hann gæti jú komið inn fyrir Salah.

    Það eru alveg nokkrir leikmenn þarna sem skulda alvöru frammistöðu eftir síðustu vikur. Já við erum að horfa á ykkur Salah, Jones, Nunez og Díaz, svo nokkrir séu nefndir.

    Þrjú stig takk. Eina.

    KOMA SVO!!!

    [...]
  • Everton – Liverpool (upphitun)

    Minni á nýjasta þátt af gullkastinu frá því fyrr í dag þar sem er m.a. hitað upp fyrir morgundaginn.

    Þá er komið að næsta verkefni og það er stórt. Merseyside derby slagur þegar við heimsækjum þá bláklæddu og freistum þess að halda titilvonum okkar áfram lifandi. Það er merkilegt með þessa leiki að hlutir eins og form og staða í deild virðist ekki skipta neinu máli þegar blásið er til leiks. Hver veit, miðað við síðustu 2 vikurnar eða svo þá kannski hjálpar það okkur í þetta skiptið.

    (more…)

    [...]
  • Gullkastið – Byrjunin á endanum

    Loksins sigur eftir hreint hræðilega viku hjá Liverpool.
    Amorim er alls ekkert að koma til Liverpool, Arne Slot líklegastur núna! Eða hvað?
    Derby slagurinn á morgun og West Ham í hádeginu á laugardaginn.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Bragi Brynjars formaður Liverpool klúbbsins

    Hér er svo hægt að kaupa miða á Árshátíð Liverpool Klúbbsins 2024

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 471

    [...]
  • Amorim ekki heldur á leiðinni?

    Samkvæmt David Ornstein er Amorim alls ekkert inni í myndinni hjá Liverpool sem næsti stjóri, en ku víst vera á radarnum hjá West Ham og er annaðhvort á leiðinni eða þá kominn til London til að ræða við Lundúnafélagið um að taka þar við af David Moyes.

    Ef þetta er rétt – og Ornstein þykir nú með þeim allra áreiðanlegustu – þá eru allar líkur á að tölfræðiteymi Liverpool hafi vegið það og metið að Amorim væri ekki rétti kosturinn í starfið. Einhverjir tvítverjar héldu því fram að Amorim væri á leiðinni til Englands til að ræða bæði við West Ham OG Liverpool, en trúum við því? Ef knattspyrnustjóri ætti kost á því að fara til Liverpool, myndi hann líka velta fyrir sér möguleikanum á að fara til miðjumoðsklúbbs eins og West Ham? Þá erum við n.b. að taka með í reikninginn veðrið í Liverpool, niðurstaðan ætti SAMT að vera frekar augljós.

    Svo þá spyrjum við enn og aftur: hver verður næsti stjóri Liverpool?

    [...]
  • Fulham 1-3 Liverpool

    Mörkin

    0-1 Trent Alexander Arnold (32.mín)

    1-1 Timothy Castagne (45+2.mín)

    1-2 Ryan Gravenberch (53.mín)

    1-3 Diogo Jota (72.mín)

    Gangur leiksins

    Fyrri hálfleikur var nokkuð góður til að byrja með, nokkur færi í opnum leik fóru forgörðum eins og undanfarið og Fulham fékk nánast ekkert að vera með boltann. Það var töluverður ferskleiki sem lauk með marki Trent, beint úr aukaspyrnu. Eftir markið komst Fulham inn í leikinn og átti nokkur hálffæri þangað til þeir skoruðu rétt fyrir hlé. Kannski rétt að minnast á að skömmu fyrir markið var skyndisókn þar sem voru sex sóknarmenn gegn fjórum varnarmönnum. Það er löngu kominn tími á að teikna svona færi upp og taka þau fyrir á æfingasvæðinu því þetta er alveg rándýrt og eiga bara að vera nánast örugg mörk.

    Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Fulham sá eiginlega ekki til sólar og Liverpool fékk slæðing af þokkalegum færum. Ég var farinn að halda að það væri ekki hægt að skora gegn Fulham nema með glæsimörkum þegar Diogo okkar Jota skoraði þriðja markið. Pressan var nokkuð góð og Fulham náði lítið að byggja upp sóknir, ekki einu sinni skyndisóknir. Skiptingarnar skiluðu ágætis ferskleika og sigrinum var siglt í örugga höfn.

    Hverjir stóðu sig best?

    Mér fannst Cody Gakpo og Luis Diaz vera mjög ferskir í sókninni þrátt fyrir að skora ekki, Jota var kannski sístur af þeim þrátt fyrir markið. Miðjan hvarf eftir markið frá Trent Alexander Arnold en náði svo góðum tökum á leiknum aftur í seinni hálfleik og lét þau tök ekkert af hendi restina af leiknum – en leikurinn datt aðeins niður eftir allar skiptingarnar. Vörnin var mjög stabíl og kannski lítið hægt að kvarta undan þeim í markinu.

    Mörk hins vegar eru það sem telja og skipta mestu máli í fótbolta. Ég vel því Trent Alexander Arnold mann leiksins. Hann var með margar tilraunir til að senda sóknarmennina í gegn, skoraði glæsilegt mark og stóð vörnina vel að mestu.

    Hvað réði úrslitum?

    Gæðin í leikmannahópnum. Liðið réði lögum og lofum á vellinum meira og minna í 80 mínútur af þeim 100 sem voru spilaðar. Þetta var liðssigur sem gefur byr undir báða vængi í baráttunni framundan.

    Hvað þýða úrslitin

    Við erum með. Fimm úrslitaleikir eftir. 15 stig fara með okkur í 89 stig, það gæti dugað, en kannski ekki. Góð dreifing á álagi enda örstutt í næsta leik. Fleiri leikmenn að komast í leikæfingu eftir meiðsli.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Jöfnunarmark rétt fyrir hlé, slök leikstjórnun hefði alveg getað kostað meira en það gerði. Miðjan hvarf eiginlega eftir markið, Gravenberch og Elliot náðu ekki að halda dampi, hvorki sóknarlega né varnarlega. Höldum bara hreinu, þá vinnum við þessa leiki for crying out loud.

    Næsta verkefni

    Það er stutt á milli stríða. Næsta verkefni er grannaslagur gegn Everton á Goodison Park á miðvikudaginn. Þar kemur auðvitað ekkert annað til greina en sigur. Ég trúi!

     

    [...]
  • Liðið gegn Fulham

    Þótt flestir hafi álitið leikinn gegn Atalanta á fimmtudaginn vonbrigði vannst hann sem slíkur. Jurgen Klopp og þjálfaraliðið gerir samt ansi miklar breytingar, hvernig sem við kjósum að útskýra það. Ég held að þetta sé bland af róteringu og því að hann er að reyna að finna bestu blönduna fram á við. Svo er bekkurinn orðinn alveg feykisterkur og vel hægt að vinna leikinn með réttum innáskiptingum.

    Mér finnst reyndar líklegt (og ekki hægt að stilla því þannig upp í þessu liðsuppstillingaforriti) að Diaz og Jota verði fremstu menn, báðir nokkurs konar níur eða innherjar, og Gakpo þar fyrir aftan – í tíu hlutverki eða falskri níu. Það hefur nú samt eiginlega enga merkingu því eins og við vitum þá flæða þessir fremstu þrír alveg endalaust og reyna að finna sér pláss.

    Bekkurinn:

    Joe Gomez, Ibrahima Konaté, Dominik Szoboszlai, Darwin Núnez, Alexis MacAllister, Mohamed Salah, Curtis Jones, Kostas Tsimikas, Caominh Kelleher.

    Nóg um það, áfram með smjörið og áfram Liverpool.

    [...]
  • Heimsókn á Craven Cottage

    Annar af fjórum útileikjum Liverpool í röð fer fram á sunnudaginn og það er ekki laust við að gömul lína úr Jay-z lagi rifjist upp: Shit was all good just a week ago. Það er ótrúlegt hversu miklum vonbrigðum var troðið inn í síðustu eina eða tvær vikur. Það er nánast kjánalegt hversu litla trú maður hefur á að eitthvað verði úr þessu tímabili úr þessu, en það eru áhrif þess að fara ítrekað í kapphlaup við ákveðið lið og téð lið hefur alltaf haft yfirhöndina. Allavega hingað til.

    Ef einhver hefði boðið meðal stuðningsmanni Liverpool að vera tveimur stigum frá toppsætinu þegar fimm leikir væru eftir hefðum við öll gripið það með báðum höndum. En samhengi er allt. Don Hutchinson hjá BBC orðaði það ansi vel eftir vonbrigðin á Ítalíu: Þeir eru að spila eins og lið sem er stressað.

    Andstæðingurinn – Fulham.

    Það væri hægt að fyrirgefa leikmönnum Fulham fyrir að hafa mestar áhyggjur af hótelbókunum sumarfríssins þessa dagana. Þeir eru í tólfta sæti, algjörlega lausir við falldrauginn en eiga ekki nokkurn séns á að komast í Evrópusæti. Heilt yfir fínasta tímabil hjá þeim sama hvernig síðustu leikirnir fara.

    Hvað spila menn uppá þegar þeir hafa náð markmiðum sínum? Stoltið, klárlega. Til að hafa gaman, því þetta er þegar allt kemur til alls leikur? Líklega. Uppá næsta samning? Má vera. En líka upp á tækifærið til að ná í frækna sigra gegnum stórum andstæðingum. Fulham fá að fara inn í leiki gegn bæði Liverpool og City á næstu vikum með engu að tapa og allt að vinna. Þannig íþróttamenn eiga til að spila með ákveðinni ró, stillingu og leikgleði sem er einfaldlega stór hættuleg.

    Þó að Fulham hafi ekki unnið Liverpool í síðustu fimm leikjum liðanna, er langt frá því að Liverpool hafi haft yfirburði í viðureignum liðana. Tvisvar í síðustu fimm leikjum hafa liðin gert jafntefli og leikirnir þrír sem Liverpool hafa unnið hafa unnist með eins marks mun. Þetta verður fjórði leikur liðina í vetur, en Liverpool sló Fulham út í tveggja leikja rimmu núna í janúar. Venjulega er það Chelsea sem Liverpool þarf að spila við fjórum sinnum á tímabili, þetta er ágætis tilbreyting.

    Þannig að… Liverpool er að fara í heimsókn til liðs sem hefur engu að tapa, eru líklega í hefndarhug, á litlum og erfiðum útivelli eftir hörmungar vonbrigði þrem sólarhringum áður. Það eru bara alls konar ástæður fyrir að Fulham menn geta verið bjartsýnir fyrir þennan leik, sem er óþægilegt.

    Okkar menn.

    Vonbrigði, vonbrigði og vonbrigði. Þannig má lýsa síðustu vikum hjá Liverpool. Allir tengdir félaginu finna fyrir því, frá skellinum gegn United, til skellana gegn Atalanta, Palace og aftur gegn United. Það er erfitt að ímynda sér hvernig stemningin er í klefanum þessa daga. Strákarnir eru mennskir, þeir vissu að okkur dreymdi öll um þrennu eða fernu, þeim dreymdi það líka. Þeir eru líka að kveðja manninn sem fékk okkur öll til að dreyma og trúa á draumana hjá liðinu.

    Það reynir á leiðtogana í hópnum á svona stundum, nú þarf að minnka markmiðið, minna fókusinn. Það eina sem skiptir máli er að klára næsta verkefni. Eftir það þarf að klára næsta verkefni og svo framvegis. Það þarf ekki kraftaverk til að snúa tímabilinu okkur í vil, en það þurfa ákveðnir hlutir að falla með Liverpool og leikmenn verða að klára sitt.

    Í allan vetur hafa þessar upphitanir verið að miklu leyti upptalningar á hvaða leikmenn eru meiddir en allt í einu eru ekki nema þrír á þeim lista og engin þeirra lykilmaður. Kannski hefur nauðsyn þess að koma mönnum í leikform haft meiri áhrif en við viljum vita síðasta hálfa mánuðinn.

    Það er nokkuð öruggt að Trent, Robbo og Van Dijk byrji. Það er alltaf pínu erfitt að ímynda sér að Konate spili tvo leiki í röð, svo ég held að Quansha kom inn í stað frakkans knáa. Endo fékk góða hvíld í vikunni og geri ég ráð fyrir að hann komi aftur inn í liðið. Jones hefur oft verið betri en undanfarið, en ég ætla samt að spá að hann og Szobozlai byrji leikinn.

    Frammi mun Salah auðvitað byrja. Gakpo verður væntanlega á bekknum víst hann spilaði allan leikinn á fimmtudaginn svo Nunez verður fremstur og svo vil ég sjá Jota okkar með þeim tveim. Mun þá líta svona út:

    Spá.

    Væntanlega hef ég ekki blásið upp ofgnótt af bjartsýni með þessari upphitun hingað til. Það er samt þannig að maður upplifir að það þurfi ekki mikið til að snúa gengi liðsins við. Á fimmtudaginn héldu þeir hreinu í fyrsta sinn í allt of langan tíma. Það sem vantar er fyrst fremst og síðast að klára þanna aragrúa færa og hálf-færa sem liðið skapar sér. Ég ætla að spá því að það breytist í þessum leik og hann endi 2-0 fyrir okkar mönnum þar sem seint í seinni hálfleik skora okkar menn tvö mörk með stuttu millibili og koma sér aftur á sigurbraut. Koma svo!

    [...]
  • Stelpurnar heimsækja Bristol

    Það er orðið svolítið síðan að kvennaliðið okkar spilaði, bæði kom landsleikjahlé þar inn í og svo bikarhelgi strax á eftir. En í síðasta leik mættu þær City og máttu lúta í gras, kannski viðbúið því liðið okkar er ekki enn komið á þann stað að þær geti farið að veita þessum efstu 2-3 liðum harðvítuga samkeppni. Þess leiks verður einna helst minnst fyrir það að Missy Bo náði 100 leikja markinu fyrir Liverpool, og þá kom Mia Leath inná í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það er því verið að veita akademíuleikmönnum sénsa á öllum vígstöðvum.

    Núna kl. 11:30 mæta þær svo Bristol í deildinni. Bristol eru neðstar í töflunni með 6 stig á meðan okkar konur eru í 5. sæti með 29 stig, tveim stigum á eftir United í fjórða sæti. Þær munu etja kappi við Spurs á morgun, svo okkar konur hafa tækifæri til að komast upp fyrir þær í töflunni, vonandi ekki bara þangað til á morgun. En það verður að fylgja sögunni að af þessum 6 stigum sem Bristol hafa náð í, þá kom eitt þeirra gegn okkar konum á Prenton Park í desember. Það var að sjálfsögðu Amalie Thestrup sem skoraði mark Bristol gegn sínum gömlu félögum, en hún er heldur betur búin að finna fjölina sína í markaskorunardeildinni og er meðal efstu leikmanna í keppninni um gullskóinn. Amy Rodgers og Rachel Furness verða svo einnig í byrjunarliði Bristol, ekki svo langt síðan að þær spiluðu í Liverpool treyjum.

    En svona stilla okkar konur upp, og það lítur út fyrir að Matt sé að skipta yfir í 433:

    Micah

    Parry – Clark – Fisk – Hinds

    Höbinger – Nagano – Kearns

    Kiernan – Roman Haug – Enderby

    Bekkur: Laws, Koivisto, Daniels, Bonner, Leath, Holland, Lawley

    Þær Niamh Fahey, Jasmine Matthews og Shanice van de Sanden eru allar frá vegna meiðsla, en þær tvær fyrstnefndu ættu að koma aftur til æfinga í næstu viku. Taylor Hinds byrjar sinn fyrsta leik frá því áður en hún meiddist. Leath fær aftur séns á bekknum, og verður gaman að sjá hvort hún fái aftur mínútur.

    Þetta verður eini leikurinn í deildinni í dag, en af einhverjum ástæðum er hann bara sýndur á The FA Player en t.d. ekki á Viaplay. Látið endilega vita ef þið rekist á streymi annars staðar.

    Núna væri rooosa gaman að ná í þrjú stig og fjórða sætið.

    KOMASO!!!!

    [...]
  • Atalanta 0 – 1 Liverpool (3-1)

    Mörkin

    0-1 Salah (5.mín, víti)

    Hvað réði úrslitum

    Spilamennska liðsins í þessum tveimur leikjum var til skammar. Það má auðvitað benda á stór atriði eins og færið hans Darwin í fyrri leiknum og færið hjá Salah í fyrri hálfleik í þessum leik en ef við horfum á þetta í heild sinni þá átti liðið bara ekkert skilið að fara í undanúrslit….. í Europa League.

    Þetta er bara sá tímapunktur tímabilsins þar sem að hver leikur er úrslitaleikur – við erum að tapa þeim einum af öðrum og eigum nú eina keppni eftir þar sem að líkurnar eru ekki með okkur. Bæði er formið á okkur þannig að ég óttast sunnudaginn en einnig er City bara lið sem lætur ekki af hendi forystu, því miður.

    Hvað þýða úrslitin

    Það er frekar einfallt, evrópuleikir Liverpool undir stjórn Klopp verða ekki fleiri. Það er þyngra en tárum taki.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Í einvíginu sjálfu? Markvarsla, varnarvinna, tengin miðju og varnar, tenging miðju og sóknar, sóknarleikur og nýting.

    Fyrir það fyrsta, Liverpool á aldrei að tapa 0-3 á Anfield. Það á bara ekki að gerast, sama hver andstæðingurinn er. Leikur liðsins var í algjöru ójafnværi í báðum þessum leikjum. Varnarleikur liðsins var betri í seinni leiknum en líklega var stór ástæða þess að heimamenn þurftu ekki að leita að marki. Miðjan var jafn týnd og hún hefur verið síðustu 2 vikurnar og sóknin var algjörlega geld nánast allann leikinn.

    Horfandi á það að við héldum hreinu (loksins), þá hefði allur sóknarleikur liðsins mátt fara betur. Allt frá öftustu línu og fram á topp – og lítið breyttist við skiptingarnar.

    Næsta verkefni

    Það er stutt á milli stríða. Næsta verkefni er á sunnudaginn þegar við heimsækjum Fulham í deildinni. City á ekki deildarleik þessa helgina (undanúrslit í FA bikanum) svo það er mikilvægt að við gerum það sem við getum.

    Þar til næst

    YNWA

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close